Skilmálar
Þegar þú skrifar undir þessa áskorun veitir þú Þroskahjálp leyfi til að afhenda undirskrift þína til stjórnvalda.
Þú veitir Þroskahjálp líka leyfi til að koma til þín upplýsingum um árangur þessarar herferðar og kynna leiðir til að styðja við starf Þroskahjálpar.
Réttur þinn:
Hvenær sem er getur þú óskað eftir því að hætta að fá slík samskipti, og að Þroskahjálp geymi ekki lengur upplýsingarnar þínar (til dæmis nafnið þitt, kennitölu og netfang).
Þú veitir Þroskahjálp líka leyfi til að koma til þín upplýsingum um árangur þessarar herferðar og kynna leiðir til að styðja við starf Þroskahjálpar.
Réttur þinn:
Hvenær sem er getur þú óskað eftir því að hætta að fá slík samskipti, og að Þroskahjálp geymi ekki lengur upplýsingarnar þínar (til dæmis nafnið þitt, kennitölu og netfang).
Áskorun til stjórnvalda:

Menntun fatlaðs fólks
er mannréttindamál.
Engan ******** niðurskurð
á háskólanámi fyrir fatlað fólk!
Undirskriftalistinn verður afhentur menningar–, nýsköpunar– og háskólaráðherra, Loga Einarssyni


Menntun fatlaðs fólks er mannréttindamál.
En framboðið er of lítið.
Fólk með þroskahömlun fær ekki nám sem mætir þörfum og getu.
Og það er niðurskurður á því litla sem er í boði.
Eitt af því örfáa sem býðst fólki með þroskahömlun er starfstengt diplómanám við Háskóla Íslands. Þetta nám er gríðarlega mikilvægt fyrir fjölda fólks.
Stjórnvöld ákváðu að skera niður framlög til námsins. Nú er einungis tekið við nemendum annað hvert ár.
Þroskahjálp krefst þess að stjórnvöld tryggi náminu fjármagn.
Lágmarkskrafa Þroskahjálpar er að námið geti sinnt eftirspurn og tekið við nemendum á hverju ári.
En markmiðið er að auka fjármagn til að efla námið og fjölga nemendum — og fjárfesta þannig í framtíðinni.
Skrifum undir og stöndum vörð um mannréttindi fatlaðs fólks
Engan ******** niðurskurð á háskólanámi fyrir fatlað fólk!
Undirskriftalistinn verður afhentur menningar–, nýsköpunar– og háskólaráðherra, Loga Einarssyni